IMG
IMG

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Stóra upplestrarkeppnin 2016

Í gær þriðjudaginn 1. mars , fór Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, fram á sal Langholtsskóla en markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Undirbúningur fyrir þetta verkefni hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og lýkur í mars með lokahátíð í hverju skólahverfi fyrir sig. Að þessu sinni lásu 8 nemendur á sal og úr þeim hópi voru valdir tveir fulltrúar sem munu fyrir hönd Langholtsskóla taka þátt í lokahátíðinni sem haldin verður í Grensáskirkju miðvikudaginn 16.. mars nk.
Keppendur í lokahátíðinni í skólanum í gær voru: Margrét Harpa, Helga, Gunnar Freyr, Sævar, Kieron Breki, Katla, Andrea og Halldóra Björg.
Óskum við þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.
Það var ljóst frá byrjun að það yrði ekki létt verk að velja fulltrúa úr hópnum en dómnefndin valdi að lokum þær Helgu og Halldóru Björgu til þess að vera okkar fulltrúar í lokakeppninni. Óskum við þeim sérstaklega til hamingju og hlökkum við til að heyra frá þeim í lokakeppninni.

File 000 1

{igallery id=2996|cid=332|pid=3|type=category|children=0|addlinks=0|tags=|limit=0}

Vetrarfrí 2016

Vetrarfrí verður í Langholtsskóla dagana 25, og 26. febrúar. Skóli hefst aftur mánudaginn 29. febrúar.

Hér má sjá dagskrá yfir viðburði sem fjölskyldan getur sótt í vetrarfríinu. Dagskráin er á íslensku, ensku og pólsku:

Þorrinn í 1. bekk

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá fyrsta bekk undanfarið. Síðastliðinn miðvikudag sáu þau um samveru á sal. Þar fræddu þau 2, og 3, bekk örlítið um þorrann og sungu lögin „Velkominn Þorri“ og „Þorraþræll“.

Þorrinn var síðan kvaddur með þemadegi þar sem þau unnu ýmis verkefni, léku sér úti með legg og skel, fengu að smakka hákarl og harðfisk og föndruðu harðfisk, slátur og rófustöppu.

Hér getur að líta nokkrar myndir sem teknar voru við þessi tækifæri.

{igallery id=6371|cid=330|pid=3|type=category|children=0|addlinks=0|tags=|limit=0}

Fleiri greinar...