1. sæti í Nýsköpunarkepnni

þann .

Hafsteinn Yngvi Kolbeinsson nemandi í 6. HS og frænka hans Hrafnhildur Haraldsdóttir nemandi í Árbæjarskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn aldursflokk í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem fram fór um helgina. Hugmyndin þeirra, Hitaskiltið,  var í fyrsta sæti í 6. bekk og þau fengu líka sérstök verðlaun, tæknibikar Pauls Jóhannssonar, fyrir framúrskarandi sköpunargáfu og eljusemi. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og vonandi verður þetta til þess að fleiri nemendur í sendi inn hugmyndir á næsta ári. Við óskum þeim Hafsteini og Hrafnhildi innilega til hamingju með þennan árangur. 

20160522 140511 HDR

Víkingaskip

þann .

Óvættaför

þann .

Á skólasafni Langholtsskóla er starfræktir nokkrir klúbbar til hvetja nemendur til að lesa meira. Einn þeirra er kenndur við bókaflokkinn Óvættaför. Allir nemendur geta skráð sig og er markmiðið að klára að lesa allar bækurnar sem eru núna 22. Örn Kjartansson nemandi í 4.GBÁ var fyrstur til að klára þessar bækur og fékk hann flott viðurkenningarskjal að launum. Við óskum Erni til hamingju og hvetjum aðra til að taka þátt.

2016 05 20 10.32.24

Reyklaus bekkur

þann .

Samkeppninni Tóbakslaus bekkur meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið 2015–2016 er lokið og liggja úrslit fyrir.
Í ár tóku 250 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru húfur frá 66° Norður en auk þess fengu allir þátttakendur spilastokk að gjöf.

Úrslit
Tíu bekkir frá tíu skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna og var 7.GP einn af þeim. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessi veðlaun og hér er hægt að sjá vinningmyndbandið: